Tuesday, May 11, 2004

Sælar

Ég er alls ekki viss um að menn muni taka lítið mark á Frjálshyggjufélaginu(eða hvað sem þeir munu kalla þennan félgasskap frjálshyggjumanna)í framtíðinni. Nánast öll frumvörp ríkisstjórnarninnar á þessu þingi hafa verið langskot sem hafa verið svo langt frá markmiðum frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum að þau hafa verið vinstramegin við vinstri hornfánann. Beint í innkast. Framsóknarmenn eru trekk í trekk farnir að grípa í taumana og tala gegn fáránlegum frumvörpum Sjálfstæðismanna og er þá eitthvað undarlegt í gangi. Með þessari hegðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn "kvótað sig út af markaðinum" og skapast hefur gríðarstórt svigrúm hægra megin við flokkinn.

Trúverðugleiki og styrkur hins nýja flokks hægramegin við Sjálfstæðisflokkinn er einfaldlega undir forystumönnum hans kominn. Ef þeir halda rétt á spilunum, tala af skynsemi og með málefnalegum hætti ætti að vera lítið mál fyrir flokkinn að sanka að sér fylgi óánægðra Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanna.

Túverðugleiki SUS-ara og Heimdellinga er fyrir borð enda hafa þeir ekki sýnt andstöðu sína í verki með fullnægjandi hætti. Nema þá að senda áhrifalausar ályktanir í frímerkjastíl til Moggans sem birtir þær fyrir ofan Tapað/Fundið rétt á eftir minningagreinunum og við hliðina á Velvakanda. Ungir sjálfstæðismenn eiga að segja sig úr flokknum þegar þeim er misboðið en ekki samþykkja svona bull.Taka þingmenn á beinið, skamma þá, heimta svör frá Birgi Ármanns og hinum flottræflunum,láta þá finna fyrir því að þeirra þjónustu sé ekki óskað ætli þeir að þegja þunnu hljóði um öll þessi frumvörp.

Markmiðið að sýna samstöðu má ekki verða hugsjónum flokksmanna yfirsterkara, líkt og nú er að gerast trekk í trekk.

One Love


Monday, May 10, 2004

27,1 milljarður greiddur mjólkurbændum úr ríkissjóði næstu átta árin

Framleiðslustýring og verðlagning mjólkur verður með óbreyttum hætti til ágústsloka árið 2012.

Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Bændasamtök Íslands undirrituðu í dag samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu er gildir í átta ár eða til 31. ágúst 2012. Samkvæmt samningnum fá mjólkurbændur 28.173 milljónir úr ríkissjóði á samningstímabilinu. Verðlagning mjólkur verður með sama hætti og verið hefur.


Áfram ríkisstjórnin, þið eruð aldeilis að standa ykkur. Byltingarkenndir stjórnarhættir í alla staði. Framleiðslustýring er málið. Halda þessu áfram.

Djöfull var heimildarmyndin um stórmennið Sverri Stormsker ótrúlega góð. Gaman að sjá hvað Rúv vandar sig við að kaupa fagmannlega unnið innlent dagskrárefni fyrir milljónir. Aukum fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Styrkjum Rúv. KOMA SVO!!!!

Tíkurnar í Sjallanum

Sigurður Kári, Bjarni Ben, Birgir Ármannson og Guðlaugur Þór (hárkollumeistari) hafa tapað því mikilvægasta í stjórnmálum. Sjálfsvirðingunni. Hvernig geta þessir menn haldið áfram í stjórnmálum? Hvernig er hægt að taka mark á þessum mönnum aftur? Hvernig er hægt að bera snefil af virðingu fyrir þeim? Þeir láta penetrera sig á miðjum Austurvelli og það af Davíð Oddssyni. Þeir eiga sér engar málsbætur.

Þeir áttu tækifæri á því að skara framúr í íslenskum stjórnmálum en verða nú aldrei meira en litlir Össurar í mínum augum. Litlir aðstoðarmenn. Ritarar.Gimp sem mæta í Kastljós og verja allt sem samflokksmenn gera og segja.

Hefur Davíð Oddson í raun og veru þessi völd að geta sett hvaða lög sem hann vill án þess að nokkur samflokksmaður segi múkk? Ég hefði haldið ekki, og þessir ungu ósjálfstæðismenn hefðu eflaust neitað því fyrir nokkrum mánuðum síðan.En nú hefur annað komið í ljós.

Hann hefur greinilega þessi völd og fær að gera það sem honum sýnist. En af hverju?, spyr maður sig. Hvaða hreðjatak hefur hann á samflokksmönnum sínum? Skulda þeir honum pening? Á hann ljósmyndir af öllum þingflokknum í orgíu með dýrum í húsdýragarðinum sem hann hótar að birta í mogganum ef menn samþykkja ekki allt sem hann segir? Hvað er að?

Einhverjir vilja meina að ungu kjúklingarnir í Sjálfstæðisflokknum væru að stofna pólitískri framtíð sinni í hættu með þvi að samþykkja ekki þetta frumvarp. Þeir ættu að hugsa sig aðeins betur um því þeirra framtíð er engin ef þeir samþykkja það.

Davíð Oddson er búinn að vera í íslenskri pólitík.Vil ekki sjá hann lengur á ráðherrastól. Hann má halda áfram að skrifa þessar meinlausu, bitlausu, stefnulausu, tussulegu smásögur sínar en hann fær ekki fleiri atkvæði frá mér.Vandinn er bara sá að það er enginn til að taka við af honum. Enginn sem hefur hugsjónina, sannfæringarkraftinn og viljann til að breyta því sem breyta þarf. Dagar Sjálfstæðisflokksins eru taldir.

Allir í félag frjálshyggjumanna.