Tuesday, May 11, 2004

Sælar

Ég er alls ekki viss um að menn muni taka lítið mark á Frjálshyggjufélaginu(eða hvað sem þeir munu kalla þennan félgasskap frjálshyggjumanna)í framtíðinni. Nánast öll frumvörp ríkisstjórnarninnar á þessu þingi hafa verið langskot sem hafa verið svo langt frá markmiðum frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum að þau hafa verið vinstramegin við vinstri hornfánann. Beint í innkast. Framsóknarmenn eru trekk í trekk farnir að grípa í taumana og tala gegn fáránlegum frumvörpum Sjálfstæðismanna og er þá eitthvað undarlegt í gangi. Með þessari hegðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn "kvótað sig út af markaðinum" og skapast hefur gríðarstórt svigrúm hægra megin við flokkinn.

Trúverðugleiki og styrkur hins nýja flokks hægramegin við Sjálfstæðisflokkinn er einfaldlega undir forystumönnum hans kominn. Ef þeir halda rétt á spilunum, tala af skynsemi og með málefnalegum hætti ætti að vera lítið mál fyrir flokkinn að sanka að sér fylgi óánægðra Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanna.

Túverðugleiki SUS-ara og Heimdellinga er fyrir borð enda hafa þeir ekki sýnt andstöðu sína í verki með fullnægjandi hætti. Nema þá að senda áhrifalausar ályktanir í frímerkjastíl til Moggans sem birtir þær fyrir ofan Tapað/Fundið rétt á eftir minningagreinunum og við hliðina á Velvakanda. Ungir sjálfstæðismenn eiga að segja sig úr flokknum þegar þeim er misboðið en ekki samþykkja svona bull.Taka þingmenn á beinið, skamma þá, heimta svör frá Birgi Ármanns og hinum flottræflunum,láta þá finna fyrir því að þeirra þjónustu sé ekki óskað ætli þeir að þegja þunnu hljóði um öll þessi frumvörp.

Markmiðið að sýna samstöðu má ekki verða hugsjónum flokksmanna yfirsterkara, líkt og nú er að gerast trekk í trekk.

One Love


0 Comments:

Post a Comment

<< Home