Thursday, June 03, 2004

Óli massi eða Óli spassi?

Hvernig er það, hafa hagfræðigúbbar enga skoðun á ákvörðun forsetans. Menn bara sáttir. Sjálfur er ég sáttur enda fjölmiðlalögin fáránleg í alla staði. Hvet fólk til að ropa einhverjum fúkyrðaflaumi uppúr sér. Bannað að svæfa menn með einhverjum lagaflækjum og tilvísunum í stjórnarskrána. Látum froðusnakkara um það.

Annars vil ég óska Jóni og Heiði góðs bata eftir skamma sjúkralegu sökum botnlangakasts og gallblöðruflipps. Ennfemur sendi ég Reikningshalds-fallistum mínar innilegustu samúðarkveðjur enda fátt jafn leiðinlegt og að lesa fyrir próf í Reikningshaldi. Maður uppsker sem maður sáir. Og þó, ef maður kann að snowball-a getur maður uppskorið án þess að sá.

Hvernig er það ætlar Höddi ekkert að koma með einhverjar færslur. Eða Smárinn. Ætti ekki að vera erfitt að æsa hann upp í einhverjar blammeringar á Ingibjörgu Sólrúnu og R-listann.

Bið að heilsa.

2 Comments:

At June 3, 2004 at 5:55 PM, Anonymous Anonymous said...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

í fyrsta lagi finnst mér fáránlegt að e-r vafi leiki á því hvort stjórnarskráin áskilji forsetanum rétt til þess að neita. það stendur þarna svart á hvítu.

í öðru lagi finnst mér að ef e-m vanvitum finnst þetta óljóst ætti að gera þetta enn greinilegra þar sem mér finnst að þetta ákvæði ætti ótvírætt að vera til staðar. einmitt til þess að nota í málum þar sem alþingi virðist vera að samþykkja lög sem þjóðin er mótfallin.

svo virðist davíð ætla að falla í málefnalausustu gryfju seinni tíma með því að segja að þetta sé versta mál sem ólafur gat synjað...
ef hann hefði synjað öryrkjafrumvarpinu hefði davíð komist að því að svili ömmusystur ólafs er öryrki og þar með væri hann óhæfur.

er enginn grísaaðdáandi en vinsamlegast:
BURT MEÐ DAVÍÐ!!

 
At December 8, 2012 at 2:38 AM, Anonymous Anonymous said...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

Free [url=http://www.invoiceforyou.com]invoice[/url] software, inventory software and billing software to design competent invoices in one sec while tracking your customers.

 

Post a Comment

<< Home