Monday, May 10, 2004

Tíkurnar í Sjallanum

Sigurður Kári, Bjarni Ben, Birgir Ármannson og Guðlaugur Þór (hárkollumeistari) hafa tapað því mikilvægasta í stjórnmálum. Sjálfsvirðingunni. Hvernig geta þessir menn haldið áfram í stjórnmálum? Hvernig er hægt að taka mark á þessum mönnum aftur? Hvernig er hægt að bera snefil af virðingu fyrir þeim? Þeir láta penetrera sig á miðjum Austurvelli og það af Davíð Oddssyni. Þeir eiga sér engar málsbætur.

Þeir áttu tækifæri á því að skara framúr í íslenskum stjórnmálum en verða nú aldrei meira en litlir Össurar í mínum augum. Litlir aðstoðarmenn. Ritarar.Gimp sem mæta í Kastljós og verja allt sem samflokksmenn gera og segja.

Hefur Davíð Oddson í raun og veru þessi völd að geta sett hvaða lög sem hann vill án þess að nokkur samflokksmaður segi múkk? Ég hefði haldið ekki, og þessir ungu ósjálfstæðismenn hefðu eflaust neitað því fyrir nokkrum mánuðum síðan.En nú hefur annað komið í ljós.

Hann hefur greinilega þessi völd og fær að gera það sem honum sýnist. En af hverju?, spyr maður sig. Hvaða hreðjatak hefur hann á samflokksmönnum sínum? Skulda þeir honum pening? Á hann ljósmyndir af öllum þingflokknum í orgíu með dýrum í húsdýragarðinum sem hann hótar að birta í mogganum ef menn samþykkja ekki allt sem hann segir? Hvað er að?

Einhverjir vilja meina að ungu kjúklingarnir í Sjálfstæðisflokknum væru að stofna pólitískri framtíð sinni í hættu með þvi að samþykkja ekki þetta frumvarp. Þeir ættu að hugsa sig aðeins betur um því þeirra framtíð er engin ef þeir samþykkja það.

Davíð Oddson er búinn að vera í íslenskri pólitík.Vil ekki sjá hann lengur á ráðherrastól. Hann má halda áfram að skrifa þessar meinlausu, bitlausu, stefnulausu, tussulegu smásögur sínar en hann fær ekki fleiri atkvæði frá mér.Vandinn er bara sá að það er enginn til að taka við af honum. Enginn sem hefur hugsjónina, sannfæringarkraftinn og viljann til að breyta því sem breyta þarf. Dagar Sjálfstæðisflokksins eru taldir.

Allir í félag frjálshyggjumanna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home