Monday, May 10, 2004

27,1 milljarður greiddur mjólkurbændum úr ríkissjóði næstu átta árin

Framleiðslustýring og verðlagning mjólkur verður með óbreyttum hætti til ágústsloka árið 2012.

Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Bændasamtök Íslands undirrituðu í dag samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu er gildir í átta ár eða til 31. ágúst 2012. Samkvæmt samningnum fá mjólkurbændur 28.173 milljónir úr ríkissjóði á samningstímabilinu. Verðlagning mjólkur verður með sama hætti og verið hefur.


Áfram ríkisstjórnin, þið eruð aldeilis að standa ykkur. Byltingarkenndir stjórnarhættir í alla staði. Framleiðslustýring er málið. Halda þessu áfram.

Djöfull var heimildarmyndin um stórmennið Sverri Stormsker ótrúlega góð. Gaman að sjá hvað Rúv vandar sig við að kaupa fagmannlega unnið innlent dagskrárefni fyrir milljónir. Aukum fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Styrkjum Rúv. KOMA SVO!!!!

1 Comments:

At May 11, 2004 at 4:14 PM, Anonymous Anonymous said...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

er þetta kaldhæðni með sverri?...mér fannst þátturinn bara góður...hann er mun klikkaðri og veruleika firrtari en mig nokkurn tíman grunaði!!
heiður

 

Post a Comment

<< Home